SOLOPRENEUR: Erasmus+ verkefni sem hvetur til atvinnusköpunar á dreifbýlum svæðum Evrópu

Þekkingarnetið átti sinn fulltrúa þegar samstarfsaðilar in SOLOPRENEUR verkefninu funduðu á frönsku eyjunni Martinique in Karabíska hafinu nú á dögunum. Verkefnið er fjármagnað af Erasmus+, samstarfsáætlun Evrópusambandsins. Samstarfsaðilarnir eru 8 frá 6 löndum; Belgíu, Kýpur, Frakklandi (Martinique), Íslandi, Ítalíu og Spáni.  

Í SOLOPRENEUR verkefninu er unnið að því að hvetja til sjálfstæðs atvinnureksturs í dreifbýlum svæðum Evrópu þar sem fjarlægðir og stundum einangrun geta aukið líkurnar á atvinnuleysi. Samstarfsaðilarnir hafa búið til kennsluefni fyrir þá sem vilja hefja eigin rekstur 

Á fundinum var farið yfir vinnu síðustu mánaða í undirbúningi and gerð námsefnisins. Á vef verkefnisins er efnið aðgengilegt á 6 tungumálum.   

Þekkingarnetið mun kynna SOLOPRENEUR verkefnið frekar á næstu misserum og prufukeyra námsefnið 

 

Frekari upplýsingar um SOLOPRENEUR: 

www.solo-preneur.eu 

hac@hac.is 

www.hac.is/samstarf/  

 

 

Deila þessum póst