Spennandi tækifæri fyrir háskólanema

Þekkingarnet Þingeyinga stendur ár hvert fyrir rannsókna-verkefnum sem unnin eru á sumrin í samstarfi við háskólanema. Verkefnin hafa notið styrkja úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og/eða verkefnasjóði Þekkingarnets Þingeyinga.

Þann 4. mars næst-komandi rennur út frestur til að sækja um styrk í Nýsköpunarsjóð námsmanna.Sumar2015 - háskólanemar

Fyrir 23. febrúar viljum við hvetja áhugasama um að hafa samband, bæði háskólanema í atvinnuleit og fyrirtæki/stofnanir með verkefnahugmyndir.

Þekkingarnetið leggur sérstaka áherslu á að tengjast háskólanemum sem vilja vinna verkefni sem tengjast Þingeyjar-sýslum og að verkefnin séu unnin í Þingeyjarsýslum.

Stofnunin hefur vinnuaðstöðu í öllum byggðakjörnum svæðisins.

Deila þessum póst