Digital Communities

Fyrsta verkþætti Stafrænna Samfélaga er nú að ljúka og hafa samstarfsaðilar verkefnisins skilaðinn gögnum og úrvinnslu frá rannsóknarvinnu sinni, bæði fræðilegri og verklegri. Fræðilegi þátturinn tekur saman greiningu á opinberri stafrænni þjónustuí þátttökulöndunum en verklegi þátturinn fólst í vettvangsrannsóknum til greiningar á þeirri stafrænni þjónustu sem eldri borgarar telja sig þurfa fræðslu um. Alls svöruðu 149 eldri borgarar og 78 leiðbeinendur/umönnunaraðilar spurningarkönnun verkefnisins, eða samtals 227 einstaklingar, og er það langt umfram væntingar verkefnastjóra. Tilgangur spurningalistanna var að meta hvaða stafrænu þjónustu eldri borgarar og leiðbeinendur þeirra töldu sig þurfa að öðlast betri hæfni á, sér til gagns og gamans. Heilbrigðisþjónusta og þjónusta tengd félagslífi voru efst á lista hjá báðum hópum. Mögulega hefur sjálfseinangrunar vegna Kórónuveirunnar haft áhrif á mat einstaklinga fyrir þörf á þjónustu á netinu og aukinni hæfni til að nýta sér slíka þjónustu. Hvort sem er til að hafa aðgang að nauðsynlegri þjónustu eða rækta áhugamál. Næstu skref verkefnisins eru:
  • Stuttmyndbönd: Gerð verða fimm kennslumyndbönd fyrir eldri borgara, byggt á niðurstöðum spurningakönnunarinnar til að aðstoða einstaklinga við að nýta sér þjónustu á netinu.
  • Sjónrænir vegvísar: Gerðir verða tíu vegvísar um vefsíður sem valdar voru af eldri borgurum sem munu leiða einstaklinga skref fyrir skref í gegnum þjónustu vefsíðanna.
Allar afurðir og upplýsingar um verkefnið, Starfræn samfélög, verða gerðar aðgengilegar á vefsíðu verkefnisins: www.digital-communities.eu.

Deila þessum póst