Þótt úti blási er alltaf notalegt í Þekkingarsetrinu. Nemendur og starfsfólk létu óveðrið og rafmagnsleysið lítið á sig fá í dag og tóku próf við kertaljós og hituðu kaffi með prímus. Menn voru sammála um að betra kaffi hefðu þeir ekki fengið í langan tíma. Ef nemendur þurfa að tilkynna forföll í prófum eða hafa spurningar um fyrirkomulag þeirra geta þeir hringt í Guddu okkar í síma 847-9884.