Starfsfólk Þekkingarnetsins gerði sér glaðan dag nú í júnílok. Farið var í Mývatnssveit þar sem Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri var heimsóttur og verðandi húsnæði Þekkingarnetsins í Reykjahlíðarþorpi skoðað. Að því loknu gekk annar hluti hópsins niður úr Mývatnssveitinni með Laxá og hinn hlutinn sótti upp í Ljótsstaði í Laxárdal. Að lokum bauð forstöðumaður heim í Halldórsstaði í Laxárdal þar sem grillað var og spjallað.
Það hefur löngum verið lukka Þekkingarnetsins að hafa lánast að hafa frábært starfsfólk. Það verður tilhlökkunarefni að hefja faglegt starf veturinn 2018-2019, m.a. með nýju fólki og opnun nýrrar starfsstöðvar í Mývatnssveit komandi haust.
Starfsfólk Þekkingarnetsins sumarið 2018
Frá vinstri:
Óli, Arnþrúður, Heiðrún, Helena, Guðrún Ósk, Hilmar Valur,
Guðrún Helga, Þóra Bryndís, Gréta Bergrún, Selmdís
Auk Óla forstöðumanns leiða Heiðrún og Hilmar Valur símenntunarteymið, Gréta Bergrún og Helena leiða rannsóknateymið, Guðrún Helga mun halda utan um náms- og starfsráðgjöfina frá haustinu, Guðrún Ósk er skrifstofustjóri. Gréta og Heiðrún starfa í Menntasetrinu á Þórshöfn og Arnþrúður (Ditta) mun hefja störf í nýrri starfsstöð í Mývatnssveit í sumarlok.
Selmdís og Þóra Bryndís eru sumarstarfsmenn í rannsóknarverkefnum.
Þétt setið í Land rover á leið í Halldórsstaði