Sterkari starfsmaður

Þekkingarnet Þingeyinga býður upp á námsleið sem er ætlað að styrkja færni í að takast á við breytingar á vinnumarkaði og efla færni í tölvunotkun og upplýsingatækni. Tilgangur námsins er að auka færni námsmanna til að takast á við breytingar, stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til starfa, nýjunga, upplýsingatækni, samskipta og símenntunar og gera þá eftirsóknarverðari starfsmenn. Í náminu er lögð mikil áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni.

Námið er kennt í fjarnámi og getur hentað með vinnu þar sem lagt er áherslu á sveigjanleika í náminu. Það eru nokkrar lotur þar sem þarf að mæta.

Stefnt er að því að námið hefjist í apríl þegar lágmarksþátttöku hefur verið náð og er kennt út vorið.

Skráning í tölvupósti á hac@hac.is eða í síma 464-5100.

Hægt er að sækja um endurgreiðslu námskeiðsgjalds hjá stéttarfélögum. Hver og einn þarf að kanna sinn rétt.

Deila þessum póst