Stjórnendanámskeið

Stjórnendaþjálfun / millistjórnendur 

 • Mótttaka starfsfólks
 • Samskipti og hvatning
 • Að takast á við ágreining
 • Stjórnun, stjórnunarstílar
 • Verkefnastjórnun/skipulag

Að takast á við ágreining 

 • Rót og orsök ágreinings
 • Gagnsemi ágreinings
 • Að þekkja einkennin
 • Að þekkja sjálfan sig í tengslum við kveikjur og ágreining
 • Mögulegar leiðir til að takast á við ágreining

Styrkleikar 

 • Gagnsemi styrkeika  – árangur og vellíðan
 • Að þekkja og taka eftir eigin styrkleikum
 • Að stilla notkun styrkleika og annarra eiginleika
 • Að veita öðrum endurgjöf á sína styrkleika
 • Styrkleikar og núvitund
 • Þátttakendur taka og vinna með VIA styrkleikaprófið

Sterkari stjórnandi 

Starfsmannastjórnun og hlutverk millistjórnenda. Erfið starfsmannamál og vandmeðfarin málefni. Að taka á erfiðum viðskiptavinum og kvörtunum, móttaka nýliða, árangursrík samskipti og réttindi og skildur.

 

Stjórnendanámskeið – Coaching 

Námskeiðið fyrir hótelstjóra, rekstrarstjóra eða stjórnendur í ferðaþjónustu.

 • Hvernig stjórnandi viltu vera?
 • Hvernig náum við markmiðum fyrirtækisins?
 • Hvernig náum við því besta úr okkar starfsmannahóp?
 • Ertu að ná þínum rekstrarmarkmiðum?
 • Námskeiðið er kennt á vinnustað og unnið með raunverkefni sem stjórnendur eru að fást við á sínum vinnustað.  Námskeiðið er í formi viðtala en unnið er með hverjum stjórnenda fyrir sig í svokölluðum „ coaching sessions„

 

Frábær frammistaða 

Hvers vegna er það sífellt flóknara að vera stjórnandi? Hvað gætir þú þurft að gera til að búa þig undir flækjustig framtíðarinnar. Lífeðlisfræði velgengni – hvernig getur þú verið frábær – ALLTAF.

 

Náðu árangri 

Námskeið fyrir vakstjóra og/ eða milli stjórnendur í ferðaþjónustufyrirtækjum. Hvernig náum við markmiðum fyrirtækisins? Hvernig náum við því besta úr okkar starfsmannahóp? Hvernig eru vaktir skipulagðar? Ertu að ná rekstrarmarkmiðum? Námskeiðið er unnið á vinnustað með raunverkefni sem vaktstjórar eru að glíma við í sínu daglega starfi.

 

Markvissir fundir 

Farið er yfir undirbúning, forystuhlutverk fundarstjóra, starfshætti, skyldur fundarmanna, meðhöndlun truflana og úrlausnir á ágreiningsmálum. Kynntar eru aðferðir til að skapa jákvætt andrúmsloft og nýta húmor á árangursríkan hátt. Tekin eru fyrir helstu atriði við ritun og dreifingu fundargerða.

 

Mannlegi millistjórnandinn – 16 klst. 

Námið samanstendur af fjórum hálfsdags vinnustofum eða tveir heilir dagar og einstaklingsviðtölum. Vinnustofurnar eru byggðar upp af fyrirlestrum og hagnýtum æfingum.

 • Þekktu sjálfan þig: einstaklingsviðtöl og orkustjórnun
 • Stjórnun fólks: mannauðsstjórnun
 • Árangursríkari samskipti
 • Leiðtogahlutverkið og þjónandi forysta

Breytingastjórnun 

Námskeið fyrir vinnustaði sem eru að fara í gegnum breytingar, svo sem innleiðingu nýrra tæknilausna, mannabreytingar eða sameiningu rekstrareininga. Farið er í undirbúning, áskoranir og leiðir til að auðvelda starfsfólki slíkar beytingar og tryggja að breytingarnar skili vinnustaðnum árangri.

 

Korter í kulnun – Leiðir til lausna fyrir stjórnendur

Farið verður yfir muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu. Þá verður þátttakendum gefin verkfæri til að greina streitu og kenndar rannsakaðar aðferðir henni til forvarnar og úrlausna. Greinarmunur verður gerður á því hvar ábyrgð stjórnenda sem og starfsmanna liggur. Þá verður fjallað um með hvaða hætti megi gera endurkomu starfsmanns eftir veikindaleyfi sem mest ánægjulega sem og skilvirka. Kynnt verða ný hugtök úr streitufræðunum. Fjallað verður um nýjar leiðir sem stuðla eiga að jafnvægi og hvíld á vinnustað.

 

Námskeið fyrir stjórnendur

Að vera stjórnandi er oft erfitt hlutverk. Enginn fæðist sem stjórnandi og enn sjaldgæfara að menn séu framúrskarandi frá þeim degi sem þeir setjast við stjórnvölinn. Þetta er lærdómsferli sem menn verða að læra að ná tökum á. Færni í mannlegum samskiptum og lipurð í að eiga við fólk er mikilvæg til að tryggja góðan árangur.

 

Starfsmannasamtöl 

Á námskeiðinu er farið yfir allt sem þú þarft að vita um árangursrík starfsmannasamtöl og frammistöðumat.