Stóra vinnuvélanámskeiðið

Stóra vinnuvélanámskeiðiðFöstudaginn næstkomandi, 20. nóvember, er áætlað að byrja kennslu á Stóra Vinnuvélanámskeiðinu hér á Húsavík og Þórshöfn. Forsendur fyrir því að námskeiðið fari af stað er að það náist í námshóp.

Kennt verður alla daga frá 20. nóvember til 28. nóvember. Virka daga fer kennslan fram frá kl. 17:00 – 22:15. Laugardagana 21. og 28. nóvember er kennt frá kl. 09:00 – 18:00 og sunnudaginn 22. nóvember er kennt frá kl. 10:00 – 19:00.

Námskeiðið veitir réttindi á allar stórar og smáar vinnuvélar, búkollur, veghefla, byggingarkrana, gaffallyftara, dráttarvélar með tækjabúnaði, körfubíla, valtara og steypudælukrana.

Námskeiðið kostar 95.000 kr.

Allar frekari upplýsingar og skráningar á námskeiðið fást með því að hringja í Þekkingarnetið í síma 464-5100 eða Menntasetrið í síma 464-5142. Einnig má senda tölvupóst á hilmar@hac.is eða heidrun@hac.is

Skráning er hafin.

 

Deila þessum póst