Strandblak í blíðunni

20140905_112330
Lýsandi mynd fyrir leik dagsins. Stelpurnar í ruglinu.

Snemma í sumar skoruðu stelpurnar á Þekkingarsetrinu á hitt kynið í strandblak. Karlpeningurinn tók strax vel í þessa hugmynd, þrátt fyrir að nánast allar stelpurnar sem vinna hjá Þekkingarnetinu, Náttúrustofunni og Háskólanum hafi æft blak af kappi í um og yfir 20 ár. Margar hafa meira að segja tekið þátt, ítrekað, í stærsta blakmóti landsins, Öldungamótinu sem haldið er ár hvert. Karlmennirnir vissu því að þetta yrði keppni upp að einhverju marki. Eða í það minnsta vonuðu það.

Í dag komst það loksins í verk að spila þennan leik. Enda ekki annað hægt en að fækka fötum og koma sér út, þvílík er veðurblíðan. Kl. 11:00 drifu menn sig heim, hentu sér í strandblaksgallann og mættu niður í fjöru. Fyrstu vonbrigði dagsins var sú staðreynd að stelpurnar mættu ekki í stöðluðum strandblaksbúningum. Það verður að laga fyrir næsta leik. En mesta áfallið var sú staðreynd að karlmennirnir fengu nákvæmlega enga samkeppni. Þrátt fyrir alla þessa áratuga blakreynslu sem stóð andspænis þeim, hinu megin við netið. Í raun var þetta pínu vandræðalegt og sást fljótlega að þeir vorkenndu þessum annars yndislegu stúlkum. Svo pínlegt var þetta. Teknar voru tvær lotur, sú fyrri fór 21-10 og hin 21-11. Þetta 21 eitt stig sem stúlkurnar fengu orsakast af því að karlarnir voru farnir að prófa hluti sem aðeins færustu strandblakara heims eru færir um. Það tókst samt furðu oft.

20140905_112703
Lipurt uppspil sem endaði með föstu smassi. Og enn einu stigi.

Við vonumst til þess að stelpurnar herði sig aðeins á æfingunum í vetur og mæti ferskari til leiks næsta sumar. Þetta verður miklu skemmtilegra þannig.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleiri myndir hér:

20140905_111736
Systur að tapa. Þeim finnst það leiðinlegt.
20140905_112725
Kiddý að klúðra. Óli og Himmi hlægja.
20140905_112525
Einbeitt taplið.
20140905_113241
Þær reyndu. En það var langt frá því að duga til.
20140905_114955
Allir vinir að lokum. Eða þangað til þær lesa þessa frétt.

 

Deila þessum póst