Stýrihópsfundur var haldinn í Sjálfbærniverkefninu á Norðurlandi þann 4. nóvember. Á fundinum kom fram mikill vilji meðal þeirra sem mynda stýrihópinn til að fá fleiri þátttakendur inn í verkefnið. Ákveðið að bjóða nokkrum aðilum að taka þátt í verkefninu og nú þegar hafa tveir þeirra þegið boðið. Þessir aðilar eru Landsnet og fulltrúi ferðaþjónustuaðila. Fulltrúi Landsnets í stýrihópi verður Þórarinn Bjarnason, verkefnastjóri, en fulltrúi ferðaþjónustuaðila verður Örlygur Hnefill Örlygsson, formaður Húsavíkurstofu. Örlygur var valinn til setu í stýrihópnum af fulltrúum Markaðsskrifstofu Norðurlands, Ferðamálastamtökum Þingeyjarsveitar og Mývatnsstofu.
Verkefninu miðar vel áfram. Stýrihópur hefur að mestu lokið yfirferð sinni yfir vísana og reiknað er með að lokið verður við drög að vísum vegna verkefnisins í desember. Á nýju ári fer af stað samráðsferli þar sem fyrst verður haft samráð við ýmsa opinbera- og hagsmunaaðila. Í kjölfar þess verður haft samráð við almenning sem fær þá tækifæri til að gagnrýna vísana, gera tillögur að nýjum eða óska eftir að vísar verði felldir út.