Sumarið í Þekkingarsetrinu

Nú eru síðustu próf vorannar að klárast hjá háskólanemunum í Þekkingarsetrinu og spennandi verkefni að taka við. Ljóst er að mikið líf verður í setrinu í sumar þar sem um tíu nemendur munu sinna rannsóknarverkefnum sem Þekkingarnetið hefur umsjón með auk þess sem fjölmargir erlendir háskólanemar stunda rannsóknir á sjávarspendýrum undir leiðsögn starfsmanna Rannsóknaseturs HÍ. Einnig er mikill annatími hjá Náttúrustofu Norðausturlands framundan í ýmsum vöktunarverkefnum, mælingum og talningum.

Verkefni sumarnema hjá Þekkingarnetinu eru hluti af átaksverkefni stjórnvalda og fjármögnuð í gegnum Vinnumálastofnun og sveitarfélögin á svæðinu. Sem dæmi um verkefni má nefna hnitsetningu og leiðarlýsingu gönguleiða á svæðinu, hlaðvarp um lífið í Mývatnssveit á árum áður, greiningu á helstu hagtölum svæðisins, smáforrit í ferðaþjónustu, hlaðvarp um þjóðsögur í Þingeyjarsýslum, verkefni um vellíðan og hamingju íbúa, verkefni um óáþreifanlegan menningararf í Þingeyjarsýslum, um sögu Færeyinga í nágrenni Bakkafjarðar og ýmislegt fleira. Mikil ánægja ríkir meðal starfsmanna Þekkingarnetsins um þennan efnilega hóp námsmanna og tilhlökkun til samstarfsins.

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X