Sumarstörf fyrir háskólanema!

NNA_logo_RGB

Þekkingarnet Þingeyinga auglýsir eftir tveimur háskólanemum til starfa komandi sumar. Um er að ræða almenn rannsóknastörf, afleysingar og ýmis störf sem til falla hjá stofnuninni í sumar.

Gert er ráð fyrir því að starfsstöð annars starfsmannsins verði á Þekkingarsetrinu á Húsavík en hin á Raufarhöfn eða Kópaskeri.

Áhugasamir skili umsókn til Óla Halldórssonar (oli@hac.is – s 464 5100) fyrir 15. maí 2017.

Deila þessum póst