„Í andlitinu speglast sagan“

dora2
Stundum gerist það að sumarrannsóknaverkefni sem Þekkingarnetið stendur að með háskólanemum eru ekki eingöngu á hefðbundnu sviði akademískra fræða heldur tengjast menningu og listum. Síðastliðið sumar vann Halldóra Kristín Bjarnadóttir verkefni sem hún kallaði „Í andlitinu speglast sagan – bernskuminningar úr Þingeyjarsýslu“.  Halldóra, sem undanfarin misseri hefur stundað nám í ljósmyndun og fjölmiðlafræði, tvinnaði í þessu verkefni saman fræðilega og listræna nálgun á viðfangsefnið. Í verkefninu leitaðist hún við að fanga lífsreynslu og minningar fólks, og um leið samfélagsins sem það sprettur upp úr, og gerði það annars vegar með því að nota portrait-ljósmyndir og hins vegar með viðtölum við viðmælendurna.

Sunnudaginn 17. maí verður afrakstur verkefnisins sýndur í Safnahúsinu á Húsavík, í samstarfi við Menningarmiðstöð Þingeyinga og Þingeyjarsveit.  Um leið og Þekkingarnetið lýsir ánægju með þetta verkefni og samstarfið við Halldóru og samstarfsaðilana hvetjum við fólk til að koma í safnið og njóta!

Andlit

 

 

Deila þessum póst