Tæpitungulaust í hádeginu, 5. febrúar.

Í hádeginu á morgun, fimmtudaginn 5. febrúar mun Þekkingarnetið bjóða upp á hádegisfyrirlestur á Hvalbak. Fyrirlesarinn er Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir og mun hún kynna niðurstöður rannsókna sinna um háa tíðni krabbameins á jarðhitasvæðum. Rannsóknir Aðalbjargar eru hluti af doktorsverkefni hennar í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.

Adda - tæpi

Aðalbjörg hefur einbeitt sér að rannsóknum sem snúa að fólki búsettu á jarðhitasvæðum og svæðum þar sem notast hefur verið við hitaveitu síðan fyrir 1972. Niðurstöður rannsóknanna sýna að íbúar á þessum svæðum eru líklegri en aðrir til að fá ákveðnar tegundir krabbameina og deyja vegna þeirra.

Fyrirlesturinn verður haldinn á Hvalbak og hefst kl. 12:10. Aðgangur er ókeypis.

Hádegistilboð á mat, 1.350 kr.

Deila þessum póst