Þekkingarnetið hefur tekið þátt í Evrópuverkefninu Bridges sem snýr að því að mynda tengsl og samstarf á milli Norðurlandanna og Rússlands. Þátttakendur í verkefninu auk Þekkingarnetsins eru sjálfseignarstofnanir og minni fyrirtæki í Danmörku, Finnlandi og Rússlandi. Helsta afurð verkefnisins er gagnagrunnur þar sem skrá má inn áhugasama aðila til samstarfs, slóðin er ngobridges.com sem má opna hér
Í lok maí, 30-31 verður lokaráðstefna í verkefninu sem verður eins konar tengslamyndunar vinnustofa fyrir aðila sem hafa áhuga á að efla samskipti sín við önnur Norðurlönd og Rússland, t.d. með því að fara í samstarfsverkefni. Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér. International NGOs conference_draftprogram02032018 (003)
Ef einhver hefur hug á að fara á ráðstefnuna með starfsmanni ÞÞ er um að gera að hafa samband við Grétu Bergrúnu greta@hac.is, verkefnið hefur fjármagn í hóflegan ferðastyrk en einnig má leita annarra styrkleiða. Ráðstefnan er í hafnarborginni Arkhangelsk.