Þekkingarnetið opnar dyrnar á ný 4. maí!

Í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda geta menntastofnanir opnað þjónustu á ný fyrir námsmenn í húsakynnum stofnananna frá og með mánudegi 4. maí.  Þekkingarnetið mun þá opna námsver sín, þ.m.t. í höfuðstöðvum á Hafnarstéttinni á Húsavík, en einnig í Mikley í Mývatnssveit og Menntasetrinu á Þórshöfn. Eins eftir óskum í öðrum námsverum í héraðinu.

Að sjálfsögðu verður fylgt þeim tilmælum og umgengnisreglum sem yfirvöld hafa gefið út, þ.m.t. miðað við 2 m fjarlægð milli einstaklinga við vinnu. Aðstaða til náms verður miðuð við þetta í húsnæði stofnunarinnar.  Námsmenn eru með þessu boðnir velkomnir á ný til Þekkingarnetsins frá 4. maí. Þess er vinsamlega óskað að fólk sem hyggst nýta námsaðstöðu og þjónustu hafi samband við starfsfólk Þekkingarnetsins til að fá aðgangskort virkjuð eða lykla í hendur og upplýsingar um umgengnisreglur innanhúss.

Deila þessum póst