Á dögunum tóku forsvarsmenn Þekkingarnetsins við styrk til þess að stýra Erasmus Evrópuverkefni. Það er Rannís sem úthlutar úr menntahluta Erasmus+ áætlunarinnar um 3 milljónum evra eða um 370 milljónum króna til 43 evrópskra samstarfsverkefna. Þar af var eitt verkefni sem ÞÞ stýrir og eru samstarfsaðilar m.a. Nýheimar á Höfn í Hornafirði, auk samstarfsaðila frá Ítalíu, Grikklandi, Belgíu, Írlandi og Spáni. Verkefnið er til tveggja ára og heitir SUSTAIN IT – Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks. SUSTAIN-IT verkefnið miðar að því að skapa markvissar aðferðir til þjálfunar starfsfólks og rekstraraðila í ferðaþjónustu þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi. Þjálfunin fer fram sem bein kennsla eða yfirfærsla á þekkingu, en einnig á starfrænu formi með þeim veflæga gangagrunni sem verkefnið skapar. Markhópurinn er núverandi og mögulegir aðilar í ferðaþjónustu, með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni þeirra og þekkingu. Samstarfsaðilar í verkefninu leggja metnað sinn í að nýta fjölbreytta þekkingu og reynslu sem best inní verkefnið. Spennandi tímar framundan en fyrsti fundur í verkefninu verður í Brussel í desember.
Arnþrúður Dagsdóttir og Óli Halldórsson tóku við styrveitingunni og skrifuðu undir samning fyrir hönd Þekkingarnetsins.