Þekkingarnetið tekur við styrk til Evrópuverkefnis

Á dögunum tóku forsvarsmenn Þekkingarnetsins við styrk til þess að stýra Erasmus Evrópuverkefni. Það er Rannís sem úthlutar úr menntahluta Erasmus+ áætlunarinnar um 3 milljónum evra eða um 370 milljónum króna til 43 evrópskra samstarfs­verkefna. Þar af var eitt verkefni sem ÞÞ stýrir og eru samstarfsaðilar m.a. Nýheimar á Höfn í Hornafirði, auk samstarfsaðila frá Ítalíu, Grikklandi, Belgíu, Írlandi og Spáni. Verkefnið er til tveggja ára og heitir SUSTAIN IT – Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks. SUSTAIN-IT verkefnið miðar að því að skapa markvissar aðferðir til þjálfunar starfsfólks og rekstraraðila í ferðaþjónustu þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi. Þjálfunin fer fram sem bein kennsla eða yfirfærsla á þekkingu, en einnig á starfrænu formi með þeim veflæga gangagrunni sem verkefnið skapar. Markhópurinn er núverandi og mögulegir aðilar í ferðaþjónustu, með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni þeirra og þekkingu. Samstarfsaðilar í verkefninu leggja metnað sinn í að nýta fjölbreytta þekkingu og reynslu sem best inní verkefnið. Spennandi tímar framundan en fyrsti fundur í verkefninu verður í Brussel í desember.

thekkingarnet-thingeyinga

 

 

 

 

 

 

 

Arnþrúður Dagsdóttir og Óli Halldórsson tóku við styrveitingunni og skrifuðu undir samning fyrir hönd Þekkingarnetsins.

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X