Þekkingarsetur í Mývatnssveit?

Capture2

Þekkingarnetið var að birta lokaskýrslu þróunarverkefnis um myndun þekkingarseturs í Mývatnssveit. Um er að ræða verkefni sem Þekkingarnetið hefur unnið að síðustu mánuði í samráði við starfshóp sem Skútustaðahreppur setti á fót í tengslum við verkefnið.  Skýrsluna má nálgast HÉR og ennfremur á þessari heimasíðu undir „útgefið efni“.

Í skýrslunni kemur skýrt fram það mat starfshóps Skútustaðahrepps að forsendur séu góðar og raunhæfar fyrir myndun/byggingu þekkingarseturs í Mývatnssveit og að mikil jákvæð áhrif myndu hljótast af fyrir samfélagið og starfsemi þeirra aðila sem kæmu til með að starfa innan setursins.

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X