ÞÞ heimsækir Portó

Dagana 3.-4. október var haldinn vinnufundur Í Porto í Portúgal í EU NET samstarfsverkefninu. EU NET stendur fyrir „European Networking as a method for further training and exchange of ideas in the lifelong learning sector“og er Erasmus+ samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu.

Samstarfsaðilar Þekkingarnetins í þessu verkefni koma frá Póllandi, Ungverjalandi, Ítalíu og Portúgal. Meginverkefni fundarins var að yfirfara næstu afurð verkefnisins sem er notendahandbók fyrir byrjendur í evrópskum samstarfsverkefnum. Fyrri verkhluti (sjá hér)  er klár og hefur verið þýddur yfir á íslensku og önnur tungumál samstarfsaðilanna.

Þetta er skemmtilegur og skapandi hópur sem gaman er að vinna með. Ekki var verra að einstaklega gott veður var í Portó þessa daga því hluti vinnunnar var að taka upp myndbönd utandyra sem nota á sem leiðbeinandi tæki fyrir byrjendur í evrópuverkefnum. Verkefnið er mjög spennandi og okkar trú á að afrasktur þess muni nýtast aðilum sem hafa áhuga á að starfa í evrópskum samstarfsverkefnum mjög vel.

Deila þessum póst