Sushi námskeið verður haldið á Húsavík fimmtudaginn 24. okt. kl. 18:30-21:30.
Gústav Axel Gunnlaugsson, yfirkokkur á Sjávargrillinu, kemur á sínar æskuslóðir og heldur sushi námskeið.
Byrjað verður á stuttum fyrirlestri um sushi, helstu áhöld, aðferðir og meðferð á fiski. Svo fara þátttakendur í að sjóða og krydda sushi grjón, rúlla maki inside-outside, læra sashimi skurð og að búa til nikiri kodda. Bæði verður notaður fiskur og skelfiskur í sushi gerðina.
Í lokin verður afraksturinn snæddur ásamt sérvöldu hvítvíni og sushibjór.
Námskeiðið er að fyllast, aðeins örfá sæti eru laus, þannig að nú er um að gera að bregðast skjótt við.
Skráningar fara fram á www.hac.is, í gegnum tölvupóst; hac@hac.is og í síma 464-5100.