Til hamingju Kristján!

IMG_7647
Við uppstillingu náði Erla Dögg að henda einu vatnsglasi í gólfið. Þetta setti Kristján ekki úr jafnvægi og kom samstarfsfólki hennar nákvæmlega ekkert á óvart.

Kristján Þorvarðarson kom færandi hendi í heimsókn til okkar á Þekkingarsetrið í dag. Hann hefur undanfarin ár nýtt sér aðstöðuna okkar til að stunda nám í skipstjórn og var að útskrifast með glæsibrag nú á dögunum. Kristján er valmenni og hefur það verið reglulega gaman að hafa hann hér innanhúss. Í þakklætisskyni fyrir aðstoðina kom Kristján með ostakökur, ávexti og rjóma og voru veitingunum gerð góð skil hér í morgunkaffinu. Það er vonandi að núverandi (og framtíðar) nemendur lesi þessa frétt og taki Kristján sér til fyrirmyndar, við erum alltaf til í að þiggja eitthvað gott með kaffinu.

Takk fyrir okkur Kristján og innilega til hamingju með áfangann.IMG_7650

Deila þessum póst