Á aðalfundi Þekkingarnets Þingeyinga á Kópaskeri þann 2. maí sl. var tilnefnt til stjórnarsetu í stofnuninni til næstu tveggja ára. Fyrirkomulag stjórnar er með þeim hætti að 8 einstaklingar sitja í stjórn stofnunarinnar og eru þeir tilnefndir til 2ja ára í senn af háskólum, framhaldsskólum, sveitarfélögum, stéttarfélögum, rannsóknastofnunum og atvinnulífinu. Litlar breytingar urðu á stjórnarsetu á þessum aðalfundi, en eingöngu varð breyting á fulltrúa framhaldsskólanna í héraðinu, en Framhaldsskólinn á Húsavík og Framhaldsskólinn á Laugum skipta með sér stjórnarsæti og tilnefna til tveggja ára í senn hvor.
Frá vinstri: Rögnvaldur, Erla, Hallur, Rannveig, Aðalsteinn,
Margrét, Sigurður Þór, Reinhard Ingólfur.
Stjórn Þekkingarnets Þingeyinga 2014-2016:
- Framsýn stéttarfélag f.h. stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum:
- Aðalsteinn Árni Baldursson
- Norðurþing:
- Erla Sigurðardóttir
- Framhaldsskólinn á Húsavík f.h. framhaldsskóla í Þingeyjarsýslum:
- Ingólfur Freysson
- Náttúrustofa Norðausturlands f.h. rannsóknastofnana í Þingeyjarsýslum:
- Margrét Hólm Valsdóttir
- Háskólinn á Akureyri:
- Rannveig Björnsdóttir
- Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga f.h. atvinnulífs í Þingeyjarsýslum:
- Reinhard Reynisson
- Háskóli Íslands:
- Rögnvaldur Ólafsson
- Héraðsnefnd Þingeyinga f.h. sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum (annarra en Norðurþings):
- Sigurður Þór Guðmundsson