Tögl – frá sterti til handverks

Handverkskonan Lene Zachariassen heimsótti Þórshöfn í annað skiptið á þessum vetri og að þessu sinni kom hún með fullan poka af töglum og kenndi ýmsar aðferðir við að vinna fallegt handverk úr hrosshárum. Þetta er mikil nákvæmnisvinna, til dæmis þarf að flokka hárin eftir lengd og litum og síðan þarf bókstaflega að telja hárin sem unnið er með! Og þá þýðir ekkert annað en að vera með góðu gleraugun:) Nemendur lærðu handverkið frá grunni, alveg frá því að þrífa skítug töglin og í að flétta og hnýta með frekar flóknum aðferðum – alla vega sýndist myndatökumanni að þetta væru nokkurs konar galdrar. Hestamenn hér um slóðir þurfa samt ekki að hafa áhyggjur af því að gæðingar þeirra verði tagllausir því þátttakendur fóru allir heim með eitt tagl og heilmikið af flokkuðum hárum, þannig að það ætti að halda þeim uppteknum eitthvað fram eftir árinu.

Smelltu á myndina til að fara í myndaalbúm.
Smelltu á myndina til að fara í myndaalbúm.

 

Deila þessum póst