Nú nýverið luku Erla Dögg Ásgeirsdóttir og Helena Eydís Ingólfsdóttir báðar Markviss ráðgjafaþjálfun. Markviss er kerfi til að skipuleggja fræðslu, þjálfun og annað sem snýr að uppbyggingu starfsmanna, ásamt því að mæla og meta árangur.
Þjálfunin samanstóð af námslotu, eftirfylgni og lokaskýrslu. Lokaskýrslan tengdist verkefni sem unnið var í samstarfi við fyrirtæki á svæðinu sem fengu þar með einstakt tækifæri til að fá Markviss ráðgjafa til sín án nokkurs kostnaðar og fá ráðgjöf varðandi uppbyggingu starfsmanna sinna.
Nú þegar tveir Markviss ráðgjafar starfa hjá Þekkingarnetinu opnast tækifæri fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir á svæðinu til að fá þær stöllur til sín og fá ráðgjöf varðandi uppbyggingu starfsmanna. Jafnframt vekjum við athygli á verkefninu Fræðslustjóri að láni sem er tilvalin leið fyrir fyrirtæki til að sækja um styrk vegna þess kostnaðar sem fylgir því að fá Markviss ráðgjafa til sín.