Umfangsmikil rannsóknastarfsemi á Húsavík þetta sumarið

IMG-2082

Það hefur verið mjög lífleg rannsóknastarfsemi í Þekkingarsetrinu á Húsavík þetta sumarið. Auk sumarstarfsfólks Þekkingarnetsins og Náttúrustofu Norðausturlands hefur mikill fjöldi rannsóknanema og háskólastarfsmanna verið við hvalarannsóknir á Skjálfanda á vegum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands.  Skjálfandi er orðinn þekkt rannsóknasvæði á alþjóðavísu fyrir hljóðrannsóknir á hvölum, auk þess sem fjölmargir aðrir þættir tengdir hvölum, sjávarspendýrum og strandsvæðum eru jafnan til rannsóknar einnig.

Það kann að vekja undrun hjá þeim sem ekki þekkja til hversu mikið hefur verið útgefið af fræðilegu efni sem byggt er á einn eða annan hátt á þessum rannsóknum á Skjálfanda.  Hér má sjá lista yfir birtar fræðigreinar dr. Marianne H. Rasmussen forstöðumanns Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík. Listinn er auðvitað ekki tæmandi fyrir birt efni um Skjálfanda almennt, en gefur innsýn í hvað fræðasamfélagið hefur verið að fást við á undanförnum árum á svæðinu:

http://rannsoknasetur.hi.is/husavik/greinar_serfraedinga_rannsoknaseturs

IMG-2081
Til vinstri á myndinni má sjá hluta af rannsóknabúnaði sem
hvalarannsóknirnar útheimta. Mikill og sérhæfður búnaður hefur verið
þróaður við þessar rannsóknir, m.a. míkrófónar sem liggja á bauju á Skjálfanda
og hlustunarbúnaður af ýmsu tagi annar.

 

 

Deila þessum póst