Um þessar mundir stendur undirbúningur hausannar yfir hjá Þekkingarnetinu. Sem fyrr verða útgefnir námsvísar reglulega í vetur, með því helsta sem í boði er hverju sinni í fullorðinsfræðslunni. Námsvísarnir eru þó langt frá því að endurspegla alla námsþjónustu Þekkingarnetsins, því alls konar úrræði og námskeið eru jafnan boðin í sérsniðnum lausnum, t.d. fyrir fyrirtæki, stofnanir og aðra hópa.
Sem fyrr verður opið fullbúið húsnæði til náms á starfsstöðvum Þekkingarnetsins komandi skólaár. Við leggjum mikið upp úr því að námsmenn fái þjónustu eftir ólíkum þörfum. Þannig sé sólarhringsnámsaðstaða fyrir hendi ásamt fjarprófaþjónustu víða um Þingeyjarsýslurnar og samkomulag um sér-lausnir ef þörf er á.
Allar ábendingar og hugmyndir um námskeið eða nám af einhverju tagi er mjög gott að fá fyrr en síðar. Einnig ef fólk hyggur sjálft á nám af einhverju tagi, í einhverjum skóla, þá er starfsfólk Þekkingarnetsins til reiðu.
hac@hac.is s. 464 5100