Um þessar mundir stendur yfir undirbúningur haustmisseris hjá símenntunarsviði Þekkingarnetsins. Námsleiðir, námskeið, ráðgjöf og samráð við vinnustaði er meðal þess sem fyrirferðamest er þessa dagana.
Eins og vanalega á þessum árstíma óskar starfsfólk Þekkingarnetsins eindregið eftir samráði við einstaklinga og atvinnulífið, þ.e. ábendingum og óskum um námsframboð og þarfagreiningu. Þá er rétt að vekja sérstaklega athygli á náms- og starfsráðgjöfinni, en nýr starfsmaður, Guðrún Helga Ágústsdóttir, mun hefja störf á næstunni. Auk þess að halda utan um og sinna einstaklingamiðaðri náms- og starfráðgjöf mun Guðrún sinna fyrirtækjamiðuðum verkefnum eins og „verkefnastjóri að láni“ (sjá hér: https://www.hac.is/simenntun/radgjof/radgjof-a-vinnustad/ )