Ungir sundgarpar

IMG_3332
Smellið á myndina til að fara í myndasafn.

Í vikunni lauk sundnámskeiði fyrir árganga 2010 og 2011 á Þórshöfn. Krakkarnir sýndu góða takta í síðasta tímanum og hafa greinilega tekið vel eftir hjá Ragnari sundkennara. Mikið fjör og mikill buslugangur og bros á hverju andliti. Lítill maður hringdi alsæll í mömmu sína til að tilkynna að hann hefði sko farið á bólakaf! Þessir krakkar koma vel undirbúin í skólasundið á komandi árum.

Deila þessum póst