Þekkingarnet Þingeyinga vinnur um þessar mundir að umsóknum í AVS rannsóknasjóð í sjávarútvegi en umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum rennur út 1. desember næstkomandi.
AVS rannsóknasjóður veitir styrki til rannsókna- og þróunararverkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. Skammstöfunin AVS er einmitt tilkominn af orðunum „Aukið Verðmæti Sjávarfangs“ Styrkir eru veittir til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis.
Stjórn sjóðsins forgangsraðar tillögum til sjávarútvegsráðherra um styrki til rannsókna í þágu verkefna sem auka verðmæti sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsins.
Þekkingarnetið hefur einu sinni hlotið styrk úr sjóðnum og var það vegna verkefnisins „RAUFARHÖFN Á TÍMAMÓTUM“. Það verkefni fjallaði um stöðu byggðar á Raufarhöfn, ferðaþjónustu og nýsköpun.
Hafi einhverjir áhuga á að sækja um styrki í sjóðinn er Þekkingarnetið tilbúið til samstarfs um verkefni sem falla að starfsemi þess. Hafa má samband við Grétu Bergrúnu (Norður Þingeyjarsýsla) í síma 464-5142 eða greta@hac.is eða Helenu og Óla (Suður Þingeyjarsýsla) í síma 464-5100 eða helena@hac.is eða oli@hac.is.