Upphafsfundur EU-NET

Upphafsundur í nýjasta evrópuverkefninu sem Þekkingarnetið er þátttakandi í var haldin í Bielsko-Biala í Póllandi nú í byrjun júní. Verkefnið heitir: „EUropean NETworking as a method for further training and exchange of ideas in the lifelong learning sector“ eða „Evrópskt NET sem aðferð til frekari þekkingar og til að skiptast á hugmyndum í símenntunargeiranum“ og er skammstafað EU-NET.

 

Samstarfsaðilar Þekkingarnetsins í EU-NET koma frá Póllandi, Ítalíu, Ungverjalandi og Portúgal. Upphafsfundurinn gekk ljómandi vel í brakandi blíðu í Bielsko-Biala. Mesti tíminn fór í un

dirbúning, hönnun og verkaskiptingu fyrir fræðsluefnið sem verður aðal afurð verkefnisins. Markmiðið er að hanna, þróa og dreifa fræðsluefni um evrópsk samstarfsverkefni fyrir stofnanir og samtök sem starfa í símenntunargeiranum. Lokaafurðin á að vera gagnvirk handbók fyrir sjálfstýrt nám og uppfærslu hæfni á þessu sviði.

 

Næsti fundur í verkefninu verður svo haldin í Ungverjalandi í lok október og þar munu samstarfsaðilarnir fara yfir fyrstu drög af fræðsluefninu, fínpússa það og gera klárt til prufukeyrslu.

 

Deila þessum póst