Á miðvikudag í síðustu viku útskrifuðust 11 nemendur úr Skrifstofuskólanum. Námsleiðin er 240 kest. og voru nemendur bæði frá Húsavík og Þórshöfn sem útskrifuðust, 9 á Húsavík og 2 á Þórshöfn. Kennslan fór fram þrisvar í viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 17:30 – 20:25.
Nemendahópurinn var eins og svo oft áður vel samstilltur og skemmtilegur. Konur voru þar í miklum meiri hluta, en aðeins einn karlmaður var í hópnum og skemmti hann sér, eins og gefur að skilja, mjög vel innan um allar þessar góðu konur.
Við á Þekkingarneti Þingeyinga óskum öllum þessum nemendum til hamingju með áfangann og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.