Útskrift af námsleiðum

 

 

457

Á föstudag var útskrifað af tveimur námsleiðum á Þórshöfn; „Skrifstofuskólanum“ 240 kennslustundir, sem kenndur var í fjarfundi með Húsavík frá september til febrúar þrjá seinni parta í viku og af námsleiðinni „Upplýsingatækni og samskipti“ 150 kennslustundir, sem kennd var í febrúar og fyrri hluta mars á Þórshöfn. Útskriftin fór fram á veitingastaðnum Bárunni þar sem boðið var upp á ljúfar veitingar og óhætt að segja að þar hafi gleðin verið við völd og námsmenn ánægðir með áfangann. Menntasetrið þakkar þessum hressu og skemmtilegu konum fyrir samveruna.

Deila þessum póst