Útskrift úr fagnámi fyrir starfsfólk leikskóla

IMG_6059Í dag útskrifaði Þekkingarnet Þingeying nemendur úr Fagnámi fyrir starfsfólk í leikskóla, en námið hófst í september 2013. Síðasti kennsludagurinn fór fram á Akureyri þar sem nemendur fóru í námsheimsókn í leikskólann Iðavöll. Kristlaug leikskólastjóri tók vel á móti nemendum og kynnti þeim starf skólans með því að labba um deildirnar fjórar og fengu nemendurnir að fylgjast með börnunum við leik og störf.

Allir heilluðust mjög af starfinu sem þar fór fram, en leikskólinn notar mjög mikið af endurnýtanlegum hlutum og efnum til að brjóta upp umhverfið og hefðbundin leik barnanna.

Eftir fróðlega og skemmtilega heimsókn skellti hópurinn sér á Strikið og gerði vel við sig í mat og drykk.

Við hjá Þekkingarnetinu óskum öllum nemendunum til hamingju með áfangann og þökkum samstarfið í vetur.

 

IMG_6047

 

 

 

 

 

 

 

IMG_6050

Deila þessum póst