Útskrift úr Skrifstofuskólanum

Glæislegur útskriftarhópur
Glæislegur útskriftarhópur

Á haustönn 2015 hófum við ferðalag með kennurum og nemendum í Skrifstofuskólanum sem lauk í gær með útskrift og veislu.

Skrifstofuskólinn hefur verið kenndur hjá Þekkingarnetinu um nokkurra ára skeið með góðum árangri og fjöldi nemenda útskrifast úr honum. Þennan veturinn var tekin sú ákvörðun að kenna námið í fjarnámi  til þess að gera nemendum á öllu starfssvæði okkar kleift að stunda námið.

Vissulega renndum við blint í sjóinn þegar lagt var af stað í þetta verkefni, bæði verkefnastjórar, kennarar og nemendur. Námsleiðin gekk hins vegar heilt yfir vel þrátt fyrir ýmsa tæknilega örðugleika sem við komum til með að læra af og betrum bæta næst þegar námsleiðin verður kennd með þessu sniði.

Gríðarleg ánægja var við útskriftina í gær, bæði í nemendahópnum og kennarahópnum enda mikil vinna að baki. Við óskum þeim öllum velfarnaðar í framtíðinni og þökkum fyrir góðar og ánægjulegar stundir. Innilega til hamingju öll!

Deila þessum póst