Útskrift úr Skrifstofuskólanum

Laugardaginn 16. mars komu nemendur Skrifstofuskólans í síðustu námslotuna sína en verkefni dagsins var að kynna lokaverkefnin sín. Tilgangur lokaverkefnisins var að samþætta þá hæfni, leikni og þekkingu sem nemendur höfðu aflað sér í öðrum hlutum námsins til að móta nýja viðskiptahugmynd.  Margar skemmtilegar og frumlegar viðskiptahugmyndir komu fram; Vaskur, Norðursól, Sveitajógúrt og Kjuði í stuði. Þegar kynningu á verkefnunum var lokið og búið að spyrja nemendur spjörunum úr, tók við útskrift úr náminu og að því loknu fór hópurinn saman út að borða. Við þökkum þessum skemmtilega hópi kærlega fyrir samstarfið og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni. Á myndinni má sjá nemendur Skrifstofuskólans ásamt teimur af kennurum námsleiðarinnar. Á myndina vantar einn nemanda og þrjá kennara.

Skrifstofuskólinn 2019

Deila þessum póst