
Í gær, þriðjudaginn 24. mars útskrifuðust 12 nemendur úr Skrifstofuskólanum, sem er 240 kest. námsleið. Kennsla hófst í október í fyrra og var kennt þrjá seinniparta í viku. Stærsti hluti hópsins var staðsettur hér á Húsavík, en þrír nemendur sátu námsleiðina í gegnum fjarfundarbúnað, bæði frá Laugum og Þórshöfn. Nemendahópurinn var ákaflega vel samstilltur og skemmtilegur. Áhuginn fyrir náminu var einnig mjög mikill og mæting og ástundun nemenda var til fyrirmyndar.
Starfsfólk Þekkingarnetsins óskar öllum hópnum innilega til hamingju með árangurinn og þökkum kærlega fyrir samveruna í vetur.