Útskrift

Þann 1. mars s.l. útskrifuðum við nemendur af Leikskólaliða- og Stuðningsfulltrúabrú og úr Tómstunda- og Félagsliðanámi. Brautirnar voru skipulagðar með þeim hætti að mögulegt var að sinna náminu með vinnu. Námið var kennt í fjarkennslu með staðlotum og stóð yfir í 2 ár.

Útskriftin fór fram á Fosshótel Húsavík, þar sem hluti nemendahópsins mætti og fagnaði áfanganum með fjölskyldu og vinum.

Við á Þekkingarneti Þingeyinga óskum útskriftarnemunum innilega til hamingju með áfangann og hlökkum til að sjá hvaða verkefni þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni.

Deila þessum póst