Nú fyrr í dag lauk jarðskjálftaráðstefnu Þekkingarnets Þingeyinga í Framsýnarsalnum á Húsavík. Ráðstefnan byrjaði á fimmtudagsmorgun en dagskráin var þétt allt til loka. Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir og skemmtilegar umræður kviknuðu út frá þeim en 65 fræðimenn sátu ráðstefnuna þegar mest var. Gestir voru ánægðir með hvernig allt gekk fyrir sig en yfirbragð ráðstefnunnar var brotabeltið á Tjörnesi sem og rannsóknir á því ásamt viðbrögðum almannavarna. Vonir eru uppi um að halda aftur slíka ráðstefnu á svæðinu eftir tvö ár.