Verða breytingar á vöktunarsvæði Gaums?

Þekkingarnet Þingeyinga heldur utan um vefinn www.gaumur.is og sér um að viðhalda honum og uppfæra. Sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi – Gaumur hefur vöktunarsvæði sem nær yfir Tjörneshrepp, Norðurþing vestan Tjörness, Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit. Á morgun laugardaginn 5. júní munu íbúar í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit ganga til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Niðurstöður kosninganna gætu haft áhrif á öflun gagna og birtingu á vettvangi Gaums. Verði sameiningu hafnað verða engar breytingar á vettvangi Gaums en verði sameiningin samþykkt hefur það í för með sér örlitlar breytingar á birtingu gagna og frumgagna þegar við hefjum birtingu á gögnum fyrir nýtt sveitarfélag þegar sameining hefur að fullu gengið í gegn. Það gerist í kjölfar sveitarstjórnarkosninga sem verða í maí á næsta ári. Verði af sameiningunni mun sveitarfélagið verða eitt það stærsta á landinu að flatarmáli og ná yfir um 11% landsins

Til gamans tókum við og birtum í frétta á vef Gaums nokkrar upplýsingar úr nokkrum vísum/frumgögnum til að varpa ljósi á hvernig nýtt sveitafélag gæti litið út á vettvangi Gaums.

Deila þessum póst