Verkefnastjórnun menningarviðburða

Þekkingarnetið tekur nú þátt í Nordplus verkefninu SPARK sem snýst um að finna leiðir til að efla sjálfboðaliða í menningarstarfi í dreifðum byggðum. Eitt af því sem verkefnið felur í sér er að halda prufunámskeið sem gagnast fyrir menningarsjálfboðaliða. Á dögunum var slíkt námskeið haldið á Þórshöfn þar sem félagasamtökum og nefndum sem skipuleggja menningarviðburði var boðið að taka þátt. Guðlaug Gísladóttir verkefnisstjóri kenndi á námskeiðinu og fór yfir helstu atirði sem þarf að huga að þegar skipuleggja á viðburð eða verkefni. Mjög gagnlegt og gaman að hafa svona hugmyndaríkt og kraftmikið fólk saman. Eins og stundum vill gerast í litlum byggðarlögum þá er það oft sama fólkið að snúast í hinum ýmsu viðburðum í samfélaginu. Einn þátttakandinn er í Björgunarsveitinni Hafliða, Kvenfélaginu Hvöt, Bryggjudaganefnd og Jólamarkaðsnefnd, geri aðrir betur. Það var einmitt eitt af þeim þáttum sem farið var yfir á námskeiðinu, að góð skipulagning og dreifð ábyrgð í verkefnum geti gert fólki kleift að endast lengur í svona sjálfboðaliðastörfum.20171107_171510 20171107_210139 20171107_171520

 

Deila þessum póst