Það er alltaf ánægjulegt þegar hausta fer. Berjatínslan fer á fullt og smalar gera sig klára í göngur. Hjá okkur á Þekkingarnetinu er mikil eftirvænting fyrir þessu hausti því nú hyllir undir að nýja húsnæðið okkar verði klárt. Þegar tengibyggingin verður tilbúin verðum við með algerlega frábæra vinnu- og lærdómsaðstöðu og hlökkum við svo sannarlega til að bjóða sem flestum til okkar.Til að fagna þessu öllu saman ætlum við að bjóða upp á þrjár spennandi og skemmtilegar námsleiðir núna á haustönn; Uppleið – nám byggt á hugrænni atferlismeðferð, Skrifstofuskólann og Tæknilæsi og tölvufærni.
Fyrir utan þessar spennandi námsleiðir munum við svo einnig bjóða upp á nýstárleg námskeið í FabLabinu okkar sem verður betur auglýst fljótlega.
Guðrún Helga náms- og starfsráðgjafinn okkar er svo alltaf til þjónustu reiðubúin, bæði með náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat. Hægt er að panta tíma hjá henni með því að senda línu á hana á gudrunhelga@hac.is
Eins og svo oft áður þá er allt að gerast og við erum springa úr tilhlökkun á fá ykkur til okkar.
Hægt er að skrá sig hér.