Verum heima um páskana!

Þekkingarnetið vinnur eins og aðrar menntastofnanir námkvæmlega eftir tilmælum og ráðleggingum yfirvalda í því ástandi sem ríkir núna. Það þýðir að öllum námsverum og vinnuaðstöðu nemenda hefur þurft að loka. Þá hafa námskeið öll verð færð úr staðnámi og í fjarlausnir.

Um leið og Þekkingarnetið hvetur námsfólk til að fylgja tilmælum og halda sig heima við bendum við á að töluvert framboð hefur orðið til á síðustu vikum af netlægu námsefni og upplýsingum. Þekkingarnetið og aðrar símenntunarstöðvar hafa boðið fjölmörg námskeið og afþreyingarefni einnig í opnu streymi. Finna má upptökur af slíku efni á heimasíðum og facebook-síðum stofnannana.  Starfsfólk Þekkingarnetsins er í fullri vinnu allan þennan tíma sem ástandið varir og hvetjum við fólk og fyrirtæki til að vera í sambandi og leita ráðgjafar og aðstoðar eftir þörfum um nám og námstengda hluti.

Við óskum ykkur gleðilegra páska. Farið varlega og hjálpumst öll að!

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X