Veturinn fer vel af stað

Mikið líf hefur verið á símenntunarsviði síðustu vikurnar eftir að lengri námsleiðir haustsins fóru af stað í um miðjan september. Skrifstofuskólinn er kenndur þrisvar í viku og leikskólanámið okkar tvisvar sinnum í viku, en samtals eru um 17 nemendur í þessum tveimur námsleiðum. Kennslan fer öll fram í húsnæði okkar við Hafnarstéttina á Húsavík og má því segja að mikið líf og fjör sé hér seinnipartinn flesta daga.

IMG_5142

Styttri námskeiðin fara einnig vel af stað og eru heilsutengdu námskeiðin, auk matreiðslunámskeiðanna, lang vinsælust um þessar mundir. Í september voru 10 þátttakendur á Crossfit námskeiði sem heppnaðist vel auk námskeiðs í Zumba þar sem nemendur Miðjunnar liðkuðu mjaðmirnar og tóku létt dansspor. Núna framundan eru námskeið í hveitikímbakstri fyrir byrjendur, en þau verða haldin á Húsavík, Kópaskeri og Þórshöfn. Einnig mun húsvíkingurinn Gústav Axel Gunnlaugsson koma til okkar og kenna heimamönnum að búa til Sushi eins og honum einum er lagið.

Önnur námskeið sem verða í október eru jólakortagerð, konfektgerð og verkefnastjórnun.

Það er því óhætt að segja að veturinn fari vel af stað hjá okkur og að spennandi tímar séu framundan.

Deila þessum póst