,,Við erum ekki bara umhverfisvæn eða ekki“

Það var vel mætt á skemmtilegt erindi Dagfríðar Óskar um vistvænan lífstíl í Skjólbrekku 19. september. Hún sagði frá þeim skrefum sem fjölskylda hennar hefur tekið í átt að umhverfisvænni lífstíl. Hún kom með góð ráð fyrir venjulegt fólk sem vill leggja sitt af mörkum og lagði áherslu á að þetta snérist um að endurhugsa hlutina. Það sé best að taka bara eitt skref í einu og að hugsa bara um hvað maður treysti sér í að gera núna, við erum ekki annaðhvort umhverfisvæn eða ekki. Þetta voru einföld og góð ráð eins og t.d. að velja ekki plast þegar annað er í boði, velja fjölnota en ekki einnota, nota það sem við eigum til, minnka matarsóun og að reyna að endurhugsa þarfir okkar.

Dagfríður Ósk og fjölskylda heldur úti Instagram reikningnum #hvaðgetureinfjolskylda
Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við samfélagsverkefnið Fótspor til Framtíðar.

 

Deila þessum póst