Þekkingarnetið og Náttúrustofa Norðausturlands halda upp á 15 ára starfsafmæli í dag. Fyrir 15 árum hófst starfsemi þessara stofnana undir einu þaki í þekkingarsetri á Húsavík. Áður hafði reyndar símenntunarhluti Þekkingarnetsins hafið starfsemi, undir nafni Fræðslumiðstöðvar Þingeyinga. Á þessum 15 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og starfsemin eflst og stækkað. Starfsfólk hefur bæst við, verkefni stækkað og þeim fjölgað og stofnanir bæst í hópinn.
Í dag eru heilsársstarfsmenn um 15 og fjölgar töluvert árstíðabundið í tímabundnum verkefnum.
Við bjóðum ykkur öll velkomin í kaffisopa og spjall á Þekkingarsetrinu ykkar á Hafnarstéttinni á Húsavík.