Viðtalsrannsókn í Svalbarðshreppi

Að beiðni Svalbarðshrepps gerði rannsóknarsvið Þekkingarnetsins viðtalsrannsókn í Svalbarðshreppi. Allir íbúar yfir 18 ára voru boðaðir til viðtals og voru 39 viðmælendur sem gáfu færi á sér. Spurt var um þætti er varða atvinnumál, framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið og nýtingu á eignum sveitarfélagsins. Margt áhugavert kom fram og augljóst að íbúar sjá ýmis tækifæri. Þegar spurt var um helstu atvinnutækifæri, fyrir utan aðal atvinnuveginn sem er sauðfjárrækt, nefndu flestir ferðaþjónustu. Aukin tækifæri með betri nýtingu á Svalbarðsskóla, að kynna gönguleiðir á svæðinu og bæta markaðssetningu. Þá voru margir sem nefndu að nýta þurfi tækifæri sem liggja í laxveiðiánum, þar sem heimamenn sinna lítið af þjónustu við þær og sem dæmi er enginn með leiðsögumaður á svæðinu. Íbúar telja ljósleiðaravæðingu bjóða uppá mörg tækifæri og nokkrir nefna auka skógrækt. Spurt var um hvernig fjölga mætti íbúum og þar var helst nefnt að auka þurfi íbúðarhúsnæði eða ýta undir þá þróun að einstaklingar geti komið sér upp íbúðarhúsnæði, mögulega með nýbyggingarstyrk eða annarri aðkomu sveitarfélagsins. Helstu hindranir í því að íbúar fara út í eigin atvinnurekstur eða atvinnuskapandi framleiðslu eru tímaskortur, sem og skortur á 3 fasa rafmagni. Hvað eignir sveitarfélagsins varðar var sérstaklega spurt um Svalbarðsskóla og kom fram skýr vilji til að halda húsinu sem samfélagsmiðstöð sveitarinnar og menningarhúsi, þannig að samþætta þarf ferðaþjónustunýtingu með því. Þá kom sala á jörðum nokkuð til umræðu þar sem flestir af þeim sem það nefndu vildu ekki að jarðir sveitarfélagsins yrðu seldar. Skýrsluna má finna hér. Rannsóknarsvið ÞÞ tekur að sér verkefni sem þetta fyrir sveitarfélög og fyrirtæki, leita má tilboða í slík verk hjá forstöðumanni Óla Halldórssyni, oli hjá hac.is eða starfsmönnum rannsóknarsviðs, Grétu Bergrúnu, greta hjá hac.is og Helenu Eydísi, helena hjá hac.is

Capture

Deila þessum póst