Viðurkenning Menntamálastofnunar

Þekkingarnetið er meðal þeirra stofnana sem byggir símenntunarstarfið á formlegri viðurkenningu sem fræðsluaðili samkvæmt lögum nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu.  Stofnunin var fyrst símenntunarmiðstöðva til að hljóta slíka viðurkenningu árið 2015 og gekk nýverið frá umsókn um endurnýjun viðurkenningar.  Með erindi þann 21. júní 2018 staðfesti Menntamálstofnun áframhaldandi viðurkenningu Þekkingarnetsins sem fræðsluaðili til næstu þriggja ára, eða fram á árið 2021.  Viðurkenningin byggir á kröfum um faglega getu, fjárhagslegt sjálfstæði, gæðamál, húsnæðiskost og fleiri þætti.

Viðurkenninguna má nálgast á heimasíðu Þekkingarnetsins, eins og önnur opinber skjöl um starfsemi stofnunarinnar.

Vidurkenning-ÞÞ

Deila þessum póst