Vilt þú sækja um íslenskan ríkisborgararétt?

RíkisborgararétturÍslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt verða haldin á Akureyri og Egilsstöðum í desember. Prófið metur færni í því að skilja og tjá sig á íslensku og lesa og skrifa einfaldan texta. Skráning og allar upplýsingar eru á heimasíðu námsmatsstofnunar http://www.namsmat.is/vefur/ Þar er líka hægt að nálgast sýnishorn af prófverkefnum. Skráningu lýkur 10. nóvember. Bæklingar og nánari upplýsingar í Menntasetrinu á Þórshöfn og Þekkingarsetrinu á Húsavík.

Deila þessum póst