Lifðu betur er námskeið sem kennir þátttakendum nýjar leiðir til að eiga við erfiðar hugsanir og tilfinningar, forgangsraða í lífi sínu og gera meira af því sem skiptir þá máli. Námskeiðið hefst á klukkutíma lifandi kynningarfyrirlestri á netinu með Orra Smárasyni, sálfræðingi og Sigurði Ólafssyni, ráðgjafa, en svo fá þátttakendur aðgang að vefsíðunni lifdubetur.is í 10 vikur og geta tileinkað sér námsefnið á sínum hraða og forsendum. Námskeiðið byggir á Sáttar- og atferlismeðferð, sem er gagnreynd aðferðafræði til að auka lífsgæði
Verð: 20.000 kr.
Félagsmenn í Framsýn og Verkalýðsfélagi Þórshafnar geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu þar sem starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt, Ríkismennt og Landsmennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu. Námskeiðið er öllum opið og minnum við aðra en félagsmenn í Framsýn VÞ á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Fyrirlestur: Mándagur 7. september kl. 17:00 í Zoom vefumhverfinu.
Kennarar: Orri Smárason, sálfræðingur og Sigurður Ólafsson, ráðgjafi.
Nánari lýsing
Lifðu betur er sjálfhjálparnámskeið sem fer alfarið fram á netinu á vefsíðunni lifdubetur.is. Meginmarkmið námskeiðsins er að bæta líðan og lífsgæði þátttakenda með því að:
- Læra að eiga við erfiðar tilfinningar og hugsanir á nýjan hátt
- Tileinka sér hugarfar núvitundar
- Forgangsraða í lífi sínu
- Auka virkni og gera meira af því sem skiptir mann mestu máli