Vinnudagur Þekkingarnetsins í Þistilfirði


Frá vinstri: Ditta, Heiðrún, Lilja, Helena, Igga, Óli, Guðrún, Hilmar

Starfsmannahópur Þekkingarnetsins átti saman langan vinnudag við Þistilfjörðinn fagra þar sem stilltir voru strengir í starfsemi næstu mánaða í námsþjónustu og rannsóknavinnu.

Þetta skiptið var breytt út frá vananum og ekki fundað í Menntasetrinu á Þórshöfn, þar sem Þekkingarnetið hefur rekið starfsstöð um árabil, heldur farið í Laxárdal við Þistilfjörðinn. Nánar tiltekið var fundað í hinu glæsilega gistiheimili Grásteini, við Holt.

Afar góð aðstaða er í Grásteini og sannarlega hægt að mæla með heimsóknum hvort heldur sem er fyrir vinnustaði eða í einkaerindum.

 

Deila þessum póst